146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja.

263. mál
[15:58]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hér eru ansi merkileg teikn á lofti um áherslur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þegar kemur að mannréttindum og áherslum á þau á alþjóðavettvangi. Ég er á svipuðum slóðum og hv. þm. Björn Leví Gunnarsson. Ég veit ekki nákvæmlega við hverja hæstv. utanríkisráðherra á þegar hann talar um að hér hafi verið talað um að verið sé að verðlauna mannréttindabrot. Það væri ágætt að fá það á hreint hjá hæstv. ráðherra.

Mig langar að spyrja hæstv. utanríkisráðherra hvers vegna hann leggur áherslu á að fullgilda fríverslunarsamninginn við Filippseyjar núna meðan Duterte forseti er við völd og hvort hann hafi íhugað að bíða með fullgildinguna þar til birtir til í þessu máli þar sem skelfileg mannréttindabrot eiga sér stað og hafa átt sér stað á tæpu einu ári. Heftur hann íhugað af einhverri alvöru að bíða með fullgildingu samningsins?