146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[16:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Nokkrar staðreyndir. Rafsígarettur eru ekki tóbak. Rafrettur eru ekki sígarettur. Með þessum rökum ættum við tæknilega séð að kalla nikótínplástur tóbaksplástur, nikótíntyggjó tóbakstyggjó og fella það undir þessi sömu lög. Ég hef ekki séð neinar rannsóknir sem sýna fram á að það að reykja rafrettur verði til þess að maður fari að reykja. Ég óska eftir, ef slíkar rannsóknir eru til, að fá upplýsingar um það.

Síðan vil ég líka minna hæstv. ráðherra á það að nánast allt getur orðið til þess að maður fái krabbamein og eitt af því sem er mjög krabbameinsvaldandi er öll eiturefnin sem koma hér yfir borgina úr Hellisheiðarvirkjun. Á þá kannski að banna hana? Á að banna að keyra bíl út af því einhver keyrir bíl fullur? Mér finnst þetta frumvarp vera svo forræðishyggjulegt að ég á ekki til orð að sjá þingmann og ráðherra frá Bjartri framtíð leggja slíkt á borð fyrir Alþingi.