146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[16:23]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í 1. gr. þessa frumvarps er talað um að markmiðið sé að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks, m.a. með því að stuðla að samdrætti í neyslu tóbaks og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Í 6. mgr. 5. gr. er samt sagt að sérverslunum með tóbak, rafsígarettur og áfyllingarílát, þ.e. verslunum sem einkum hafa tóbak, reykfæri, rafsígarettur og hluti tengda þeim á boðstólum, sé þó heimilt að hafa þá til sýnis innan þessarar verslunar. Það er ein tóbaksverslun á Íslandi. Það eru 18 rafrettuverslanir. Er ekki verið að auka sýnileika tóbaks fyrir ungt fólk með því að spyrða þessa tvo hluti saman?