146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[18:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langaði að minnast smá á óbeina „gufun“, þ.e. óbeinar reykingar sem hafa með gufu að gera. Samkvæmt frumvarpinu er gufa sett í sama hóp og reykingar; inni á flugvöllum og skemmtistöðum yrði „gufurum“ beint á sama stað og reykingafólki. Hvers eiga gufarar að gjalda að vera settir inn í slíkt stórhættulegt umhverfi sem óbeinar reykingar eru? Samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef lesið er áhrifin af óbeinni gufun stjarnfræðilega miklu minna hættuleg en áhrifin af óbeinum reykingum. Ungabarn þyrfti að sleikja heilt herbergi, eins og það var orðað í breskri rannsókn, til að ná sama magni af nikótíni og það næði af óbeinum reykingum í sama herbergi. Hvers eiga gufarar að gjalda?