146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[18:45]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Verið er að senda gufara inn á það svæði þar sem við vitum að eru hættulegar, óbeinar reykingar fyrir. Af hverju sendum við þá inn á svæði sem við vitum að er hættulegt? Það er það sem ég er að pæla í. Það er fólk sem gufar þá bara en reykir ekki. En hvort heldur sem er myndum við vilja losna við óbeinar reykingar úr almannarýmum og höfum gert það á mjög farsælan máta, að því er ég tel. En ég hef engan áhuga á að senda gufara inn í rými þar sem þeir þurfa að þola óbeinar reykingar. Þá þyrftum við að vera með tvö aðskilin svæði. Við vitum að annað er tvímælalaust hættusvæði fyrir fólk sem þarf að þola óbeinar reykingar. Ef það er annars konar hætta af gufuninni viljum við væntanlega ekki blanda sígarettufólkinu þar inn heldur. Ef hv. þingmaður áttar sig á hvað ég er að fara, það er bæði vissan sem við höfum um óbeinar reykingar og óvissan um gufunina.