146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

432. mál
[19:52]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Því er til að svara að frumvarpið verður vissulega til að frumkvæði, eða eigum við að segja vegna ábendinga, frá tolla- og lögregluyfirvöldum og einnig úr umhverfi keppnisíþrótta, m.a. í samráði við lyfjanefnd Ólympíusambandsins og ÍSÍ. Frumvarpið fjallar um, eins og það er orðað í frumvarpinu sjálfu, innflutning, útflutning, sölu, kaup, skipti, afhendingu, móttöku og framleiðslu. En því er ekki beint að notandanum, þ.e. ekki er beinlínis gert ráð fyrir að notkun efnisins sé refsiverð heldur er þetta innflutningur, sala, dreifing og framleiðsla sem lögð er áhersla á. Ástæða er til að geta þess að við undirbúning og samningu frumvarpsins var mjög horft til frumvarps sem hefur verið samþykkt í danska þinginu og er í gildi þar og er að langmestu leyti grundvöllurinn að uppsetningu á þessu frumvarpi.