146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn meðferð á vinnumarkaði.

435. mál
[21:12]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanni þessa spurningu. Fresturinn er fyrst og fremst veittur til að aðilar vinnumarkaðarins geti endurskoðað kjarasamninga sem hafa að geyma ýmis ákvæði er snúa að mögulegri mismunun á grundvelli aldurs, t.d. aldurstengd starfslok og annað því um líkt. Þessi frestur er einfaldlega veittur í ljósi þess að í gildi eru kjarasamningar til ársloka 2018, til að veita aðilum nægilegan frest til að ljúka endurskoðun eða gerð nýs kjarasamnings, og endurskoðun gildandi kjarasamninga með hliðsjón af þessum ákvæðum.

Hvað varðar aldurstakmörk við inntöku í framhaldsskóla er því til að svara að frumvarpið nær til vinnumarkaðarins en ekki menntakerfisins. Það tekur ekki á því atriði.