146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

436. mál
[21:21]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Það er greinilegt að þetta frumvarp er samið samhliða því frumvarpi sem rætt var áðan, um jafna meðferð á vinnumarkaði. Þar er lagt til bann á mismunun byggðri á kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund en í þessu frumvarpi sem snýr að samfélaginu öllu er aðeins reynt að sporna við mismunun vegna kynþáttar og þjóðernisuppruna. Af hverju er ekki fjallað um trú, lífsskoðun, fötlun, skerta starfsgetu, aldur, kynhneigð eða kynvitund í þessu frumvarpi?