146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

436. mál
[21:25]
Horfa

Andri Þór Sturluson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar aðeins að fræðast. Ég er nokkuð ánægður með það sem borið er fram hér. Mig langar að spyrja um 11. gr. og auglýsingaþáttinn. Árið 2012 var í gangi auglýsing á Stöð 2 þar sem Pétur Jóhann Sigfússon gerði grín að Asíubúum og vakti hún miklar deilur. Ég veit ekki hvort hæstv. ráðherra man eftir þeim karakter, Tom. Til einföldunar get ég spurt: Ef þetta væri auglýsing með Grínverjanum hans Ladda, birt í dag, myndi hún falla undir þetta og gæti sá sem birti þá auglýsingu átt von á því að vera tekinn á teppið?