146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

436. mál
[21:26]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni skemmtilega fyrirspurn. Nú verða dómstólar að skera úr um slíkt, verði þetta frumvarp að lögum, en jú, ég myndi ætla að viðkomandi fígúra og auglýsing félli ekkert sérstaklega vel að þessu ákvæði laganna. Auðvitað er megintilgangurinn að ekki sé verið að draga dár að fólki á grundvelli uppruna þess, þjóðernis, kynþáttar, né heldur hafa uppi niðrandi og rangar staðalímyndir af fólki á sama grundvelli í auglýsingum og öðru. Ég myndi ætla það.