146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:54]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Stutta svarið er nei, ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að við þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo að það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um það að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings, bæði innan raða ríkisstjórnar en ekki síður innan raða minni hluta þingsins. Ég vona að um það muni skapast víðtæk sátt, enda tel ég að hérna sé mjög mikilvægt framfaraskref um að ræða, skref sem við eigum að vera óhrædd við að stíga og gæti varðað leiðina að auknu launajafnrétti kynja.