146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:59]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Hér er nokkrum spurningum beint til mín. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þær. Myndi þetta fæla fyrirtæki frá ráðningum? Nei, það dreg ég stórlega í efa. Við höfum farið yfir þann kost sem þetta geti falið í sér fyrir viðkomandi fyrirtæki. Það væri ekki beysinn rekstur ef þessi lög yrðu til þess að fæla fyrirtæki frá ráðningu viðbótarstarfsmanna.

Hvað nær þetta til stórs hluta vinnumarkaðar? Þetta eru samtals sennilega u.þ.b. 1.400 fyrirtæki og stofnanir og um 70% launþega á vinnumarkaði, þannig að þetta dekkar stærstan hluta vinnumarkaðarins.

Nú datt úr kollinum á mér lokaspurning hv. þingmanns. Ég kem þá bara að henni í síðara svari.