146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[22:05]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að forvitnast hvort það hafi komið til umræðu við gerð þessa frumvarps að skoða aðra gegnsærri möguleika til jafnlaunavottunar, hvort það hafi eitthvað verið skoðað út frá því að hægt væri að finna gegnsærri leið til að fara að þessu. Svo langar mig að spyrja, af því að ég veit ekki alveg hvaða afleiðingar það gæti mögulega haft og vonast til þess að hæstv. ráðherra geti útskýrt það fyrir mér, hvernig tekið yrði á því ef Staðlaráð Íslands mynda ákveða að breyta staðlinum. Hefur Staðlaráð Íslands svigrúm til þess t.d.? Hafa verið gerðar ráðstafanir til að fylgjast með því og bregðast við því ef sú yrði raunin? Ég er að reyna að átta mig á því hverjar afleiðingarnar verða ef þetta er ekki aðgengilegt, hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir lögin í heild sinni.