146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

ívilnanir til United Silicon.

[15:12]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Ég hef a.m.k. ekki orðið vör við skýrslu sem hefur komið inn í ráðuneytið frá því að ég tók þar sæti. Ef skýrslum á að hafa verið skilað þá vona ég að þeim hafi verið skilað. Hafi þeim ekki verið skilað þá er það ákveðið vandamál. Hvernig umgjörðin um þessi skýrsluskil er þekki ég ekki. Ef það er ekki einhver sérstakur trúnaður um skýrsluskilin þá vona ég að þær séu annaðhvort á heimasíðu ráðuneytisins eða a.m.k. falla þær mögulega undir upplýsingalög og það er þá hægt að óska eftir þeim. Ef ekki gildir ekki sérstakur trúnaður um þær er sjálfsagt að eiga frumkvæði að því sjálf að birta þær eða koma með þær. Að öðru leyti hvernig þessi fjárfestingarsamningur er í nákvæmari atriðum þekki ég ekki. Hvort þessu hefur verið skilað árið 2015 væntanlega og 2016, fyrir mína tíð, þá hef ég a.m.k. ekki fengið upplýsingar um það. En ég hef svo sem ekki fengið upplýsingar um það, hvorki af eða á.