146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

kosning tveggja aðalmanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[15:33]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Forseta hefur borist bréf, dagsett í gær, 25. apríl 2017, undirritað af formönnum þingflokka Framsóknarflokksins og Viðreisnar. Bréfið hljóðar svo:

„Við upphaf þingfundar í dag var kosið til stjórnar Ríkisútvarpsins. Komið hefur í ljós að tveir aðalmenn, þau Kristín María Birgisdóttir og Stefán Vagn Stefánsson, voru ekki kjörgeng í stjórnina því að þau eru kjörnir sveitarstjórnarmenn.

Við undirritaðar, formenn þingflokka Framsóknarflokksins og Viðreisnar, óskum því eftir að á næsta þingfundi verði kosið á ný til stjórnar Ríkisútvarpsins í stað þeirra tveggja.“

Á grundvelli þessa hefur mér borist tilnefning um Birnu Þórarinsdóttur og Guðlaug G. Sverrisson. Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég Birnu Þórarinsdóttur og Guðlaug G. Sverrisson rétt kjörin sem aðalmenn í stjórn Ríkisútvarpsins.