146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2016 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn.

264. mál
[15:37]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér funduðum við til kvölds í gær um ýmis brýn mál sem ekki náðist að klára og dagskrá dagsins lá fyrir í gærkvöldi. Svo kemur eitthvert stress í mannskapinn þannig að það þarf að ryðja dagskrá til hliðar til að innleiða EES-mál. Stressið er til komið vegna þess að fyrir sex mánuðum gerði Ísland stjórnskipulegan fyrirvara við innleiðinguna og hefur sex mánaða frest til að innleiða.

Ég spyr, frú forseti: Liggur ESA það mikið á að við innleiðum þetta, af því að nú er fresturinn til framkvæmda 15. júní en ekki þessi mánaðamót, liggur virkilega það mikið á að þingið þurfi að ryðja allri sinni dagskrá til hliðar til að ræða þetta mál í dag frekar en eftir helgi?