146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

sveitarstjórnarlög.

375. mál
[17:07]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara svo það sé ítrekað enn og aftur, virðulegi forseti, þetta er svona hálfgert hnútukast orðið hér á milli mín og hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar, að ráðuneytið telur ekki verða neinn kostnaðarauka af þessu frumvarpi sem slíku og því skilar ráðuneytið ekki sérstöku kostnaðarmati með. Þetta atriði var að sjálfsögðu skoðað við gerð frumvarpsins, en það er mat ráðuneytisins að þetta sé með þeim hætti. Að sjálfsögðu er unnið þar eftir þeim reglum sem okkur eru settar.