146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

sveitarstjórnarlög.

375. mál
[17:24]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hjó eftir orðum hæstv. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um varamenn og langaði að spyrja hvort það væri hægt að gera eitthvað svipað á Alþingi fyrir smærri flokka á þingi sem eiga erfitt með að dekka nefndastörf, hvort ekki væri hægt að herma eftir því hvernig það er gert í borginni til að allir geti fengið að taka þátt í öllum störfum þingsins.