146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[18:40]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Ég þakka aftur fyrir andsvör og skemmtileg samtöl. Ég segi: Já, taktu í hendina á mér núna og gerum þetta. Verum brautryðjendur. Berjumst fyrir því að láglaunastarf verði að hálaunastarfi. Ég var að ræða við hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur áðan um að við erum í karlastarfi núna. Við erum í vinnunni til miðnættis og mætum aftur klukkan átta. Kannski þarf að gera það kleift fyrir konur sem hefur alltaf verið kleift fyrir karlmenn, það þarf að jafna aðstöðuna. Kannski munu hin úrræðin, svo að ég nefni þau, t.d. jafn sveigjanleiki á heimili, draga úr þessum mun. Það verður kannski skemmtilegra fyrir karlmenn að vera heima þegar þeim er sýndur sveigjanleiki og tillitssemi á vinnumarkaði, þegar þeir þurfa ekkert að hlaupa hraðar og vinna meira. Þetta er samfélagsspurning. Það hvílir ekki eingöngu á okkur að axla ábyrgð með einu frumvarpi, en við verðum að leiða baráttuna með þessu frumvarpi og væntanlega því næsta og ýta á atvinnustarfsemi og samfélagið sem heild. Það þarf að greiða leið fyrir alla til að lifa við jöfnuð.