146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

stefna í vímuefnamálum.

[13:43]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Frú forseti. Ég þakka svörin og það gleður mig að heyra að hæstv. heilbrigðisráðherra hefur áhuga á að hrinda einhverjum af þessum tillögum í framkvæmd. Það er mikið til til bóta sem stungið er upp á þarna. En mig langar að spyrja áfram hvort ráðherra sé andvígur einhverjum tillagnanna sem koma fram í skýrslunni. Ég spyr einnig hvort ráðherra finnist tillögurnar hafa gengið nógu langt og þá sérstaklega með tilliti til þess að í niðurstöðum starfshópsins kemur fram að afnema eigi fangelsisrefsingu fyrir vörslu á neyslusköttum en áfram eigi að beita refsingu í formi sekta. Ég spyr hvort heilbrigðisráðherra sé sammála þeirri niðurstöðu. Eða er eitthvað sem ráðherra myndi vilja gera betur?