146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

438. mál
[16:10]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessa fyrirspurn. Það er vissulega svo að undirbúningur að reglugerðunum er hafinn. Þær liggja ekki fyrir tilbúnar. Ég vonast til að okkur auðnist að ljúka afgreiðslu þessa mikilvæga máls á þessu þingi og að reglugerðir muni líta dagsins ljós í framhaldi af því. En þær liggja ekki fyrir tilbúnar enn sem komið er.