146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

438. mál
[16:14]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanni þessa spurningu. Ég tek undir það að viðkvæmari verða hlutirnir ekki en þegar að ákvörðunum af þessu tagi kemur. Þarna er vísað til sérfræðingateymis sem ráðherra ber að skipa samkvæmt 20. gr. sem skal þá taka ákvörðun um það hvenær það teljist fullreynt að önnur úrræði dugi ekki til. Slík ákvörðun er þá kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála. Ég vona að þetta svari spurningunni.