146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

félagsþjónusta sveitarfélaga.

439. mál
[18:05]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Það er í sjálfu sér engin ástæða til að hafa mjög langt mál um þetta. Ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni. Það er afar brýnt og mikilvægt að hafa í huga við innleiðingu, verði þetta frumvarp að lögum, að við erum að feta nýja slóð. Það eru mörg óvissuatriði sem við þurfum að horfa til og munu kalla á mjög náið samráð við sveitarfélögin. Það er mikilvægt að þetta samráð verði sett í formlegan farveg og ekki mun stranda á undirrituðum að tryggja að svo verði.