146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

hlutafélög og einkahlutafélög.

410. mál
[22:02]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S):

Frú forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög, rafræn fyrirtækjaskrá.

Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Félagi atvinnurekenda, ríkisskattstjóra og Viðskiptaráði. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum um tilkynningar til fyrirtækjaskrár vegna undirbúnings rafrænnar fyrirtækjaskrár og ákvæðum um skýrslu endurskoðenda eða skoðunarmanna í örfélögum. Umsagnir um frumvarpið voru allar jákvæðar.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Brynjar Níelsson og Vilhjálmur Bjarnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið ritar sá er hér stendur, Óli Björn Kárason, og hv. þingmenn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Ómar Ásbjörn Óskarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Smári McCarthy.