146. löggjafarþing — 62. fundur,  3. maí 2017.

svör við fyrirspurnum.

[15:06]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vil, líkt og aðrir þingmenn sem talað hafa á undan mér, kvarta undan seinagangi hjá hæstv. ráðherrum. Ég er með þrjár fyrirspurnir til hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra. Tvær þeirra fóru inn 7. mars og sú þriðja 9. mars. Þetta eru ekki mjög flóknar spurningar en svörin skipta miklu máli við undirbúning nefndarálits fyrir fjármálaáætlunina. Ég vona sannarlega að svarið komi í það minnsta fyrir afgreiðslu áætlunarinnar. Ég bið hæstv. forseta að ganga í þetta mál. Það er algerlega óþolandi að hv. þingmenn þurfi að bíða mánuðum saman eftir svörum við einföldum spurningum til hæstv. ráðherra. Hvað er í gangi?