146. löggjafarþing — 62. fundur,  3. maí 2017.

landmælingar og grunnkortagerð.

389. mál
[17:24]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Já, bara mjög stutt. Þetta eru gagnlegar umræður. Ég skil hvert hv. þingmaður er að fara en við búum sem betur fer við það að það er ágætissamkeppni á þessum markaði þannig að það er ekki eins og ríkið eða stofnanir séu bara að kaupa af einum ákveðnum aðila, þannig að ég hef ekki áhyggjur af því. Ég hef meiri áhyggjur af því að Landmælingar vanti ákveðin gögn t.d. þegar eitthvað gerist, þegar eldgos verður eða eitthvað og það vantar gögn í ákveðinni upplausn, að þá geti sá aðili sem á þau gögn selt þau en hækkað verðið margfalt af því að það liggi svo mikið undir. Þá er nú betra að Landmælingar og stofnanir geti miðlað þessu fyrir fram eða á milli sín eftir lögum og reglum.