146. löggjafarþing — 62. fundur,  3. maí 2017.

landmælingar og grunnkortagerð.

389. mál
[17:46]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka svarið við andsvari mínu. Ég verð að játa það hér og nú að ég misskildi að einhverju leyti málflutning þingmannsins áðan. Þess vegna var spurning mín kannski ekkert sérstaklega gáfuleg.

Að máli sem þessu tengist: Nú sýnist mér að allt stefni í að þetta mál nái fram að ganga. Ég get ekki ímyndað mér annað en ríkisstjórnarmeirihlutinn sé að baki því. Mér heyrist að Vinstri græn séu þessu fylgjandi og Píratar líka. Þá langar mig að spyrja þingmanninn hvort honum þætti það ekki mikil synd ef þetta mál myndi daga uppi hér á vordögum eða júnídögum, eða hvenær það nú verður sem þingi verður slitið, og hvort hann er ekki sammála mér og öðrum Pírötum um að nú væri gott ef þingmálahalinn yrði ekki skorinn af heldur haldið áfram næsta haust með að vinna í þeim málum sem fyrir liggja.