146. löggjafarþing — 62. fundur,  3. maí 2017.

landgræðsla.

406. mál
[19:44]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að eiga umræður um nákvæmlega þetta mál. Ég hef lagt mikla áherslu á báða málaflokkana, skógrækt og landgræðslu, í loftslagsmálunum. Þar bindum við þau kolefni sem þó eru losuð. Það gefur augaleið að þessir lagabálkar eru gamlir. Þeir eru ekki í takt við nútímann. Til að við getum styrkt, eins og ég kom inn á í framsöguræðunni, landgræðsluna til að eiga betri og skýrari samvinnu við þriðja aðila, eins og bændur í Bændur græða landið, og til þess að fjármagn geti flætt þannig í gegn, og eftir atvikum eftir öðrum leiðum líka, tel ég mikilvægt að lög um landgræðsluna nái fram að ganga.

Svo er stærri umræða og meiri sem ég vil glöð taka um hvort Skógræktin og Landgræðslan eigi að vera ein stofnun. Ég tel að svo geti vel verið. Það fannst innsláttarvilla þar sem stóð Landgræðslan en ekki Skógræktin, kannski er einhver farinn að hugsa þetta svo langt nú þegar, ég bara veit það ekki, en þessir lagabálkar tala saman. Það verður ekki heljarinnar mál ef af því verður að sameina þá eða sameina stjórnsýslu í kringum þá svo því sé bara skýrt svarað.