146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[10:37]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Þetta er kunnuglegt stef sem við sjáum hér, að einkavæðing mikilvægra grunnstoða samfélagsins fari fram í kyrrþey. Engin umræða hefur átt sér stað í þinginu eða utan þess um hvort byrja eigi að einkavæða framhaldsskólakerfið. Þetta er fyrsta skrefið í því, í raun kannski annað skrefið í átt að einkavæðingu framhaldsskólakerfisins. Fyrsta skrefið var að sjálfsögðu 25 ára reglan. (Gripið fram í.) Hvernig ætlum við að tækla þetta? Hvað er næst? Á að einkavæða háskólakerfið líka? Ætlum við að einkavæða Lánasjóð íslenskra námsmanna? Hver eru næstu skref?

Eins og með heilbrigðiskerfið held ég að við horfum upp á jarðarför menntakerfisins — og hún mun fara fram í kyrrþey.