146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[10:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hvers virði er stefnumótun ríkisstjórnarinnar þegar svona áform er hvergi að finna í fjármálaáætlun til næstu fimm ára? Í fjármálaáætluninni er einmitt lögð fram stefna stjórnvalda á hverju málefnasviði. Ekkert um þetta á framhaldsskólastiginu. Hæstv. menntamálaráðherra var hjá nefndinni um daginn að kynna sína stefnu fyrir fjármálaáætlun fyrir nefndinni og ekkert um þetta. Ekki neitt. Engin sundurliðun. Þannig er það á öllum málefnasviðum allrar fjármálaáætlunarinnar, ekkert til þess að giska á hvaðan þessar tölur koma. Nema kannski núna, sjáum við, af því að það kom gagnrýni frá Skólastjórafélaginu og fleirum, þau skildu ekki upphæðina sem var á framhaldsskólastiginu, skildu hana ekki. Núna skiljum við hana kannski. Það er gert greinilega ráð fyrir þessari breytingu í tölunum en ekki í texta. Þetta er rugl.