146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[10:43]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Frú forseti. Þetta eru dapurlegar fréttir og því miður halda þær áfram frá síðustu ríkisstjórn og yfir í núverandi stjórn. Ég get ekki annað en tekið undir með þeim sem talað hafa um að Tækniskólinn sé að yfirtaka og gleypa hvern skólann á fætur öðrum. Hvernig í ósköpunum getur Björt framtíð verið sátt við það, eða kannski frekar Viðreisn?

Hér er fyrrverandi menntamálaráðherra ráðherra Viðreisnar í dag. Það væri áhugavert að heyra sjónarmið hennar og fleira Viðreisnarfólks, hvað því finnst um þetta, og ekki bara hvort haft hafi verið samráð um þetta. Er þetta stefnan? Er þetta það sem koma skal? Eru þau sátt við fækkun nemenda í framhaldsskóla? Eru þau sátt við að 25 ára hafi ekki fullan aðgang að framhaldsskólum eða myndu þau vilja breyta því? Eru 1.700 milljónirnar sem uppsafnaðar eru í niðurskurð á framhaldsskólaliðnum, eins og hann birtist í fjármálaáætlun, komnar fram þarna ásamt því að svelta aðra skóla? (Forseti hringir.)

Virðulegi forseti. Talað er um markmið og mælikvarða og ég vil heyra í hv. þingflokksformanni Bjartrar framtíðar, hvort hún telji að þetta hafi verið metið samkvæmt því sem hún talar sífellt um.