146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[10:46]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég finn mig knúna til að minna stjórnarmeirihlutann á að hann hefur minni hluta atkvæða á bak við sig. Þau sitja hér í umboði minni hluta kjósenda í þessu landi. Þau telja sig þess umkomin að geta tekið slíkar stefnumarkandi ákvarðanir án þess einu sinni að leita til þingsins. Minni hluti kjósenda styður þau og enn minni hluti styður þau í dag en gerði í kosningum, enda minntust þau ekki einu orði á þetta fyrir kosningar. Að hlusta á forsvarsmenn þessara flokka, stjórnarflokkanna, sem töluðu eftir kosningar um að úrslit kosninganna sýndu að þörf væri á breiðri skírskotun, miklu samráði, breyttum vinnubrögðum, auknu samtali — það lagðist lítið fyrir þau orð. Þau eru öll orðin ómerkingar orða sinna, að minni hlutinn á Alþingi þurfi að hlusta á þetta í fréttum og hafandi hlustað á forsvarsmenn málaflokksins tala fyrir stefnumótun án þess að minnast á þetta einu orði — mér finnst það ömurlegt.