146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[10:52]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Takk fyrir að gefa mér orðið, sem ég hafði reyndar ekki beðið um. [Hlátur í þingsal.] Ég mun auðvitað nýta það boð. Hér er verið að stíga enn eitt skrefið til þess að einkavæða framhaldsskólakerfið. Hæstv. ráðherra Viðreisnar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stóð að slíku þegar hún var í menntamálaráðuneytinu. Nú skal haldið áfram. Nú skal haldið áfram á leið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað og bæði Viðreisn og Björt framtíð styðja. Ekkert mat á árangri fyrri einkavæðingar. Engin stefnumótun. Engin áætlunargerð. Bara hugsjónin um að betra sé að færa opinberan rekstur í hendur einkaaðila. Það er (Forseti hringir.) ekki hugað að hag almennings, en það er það sem við eigum að gera í þessum sal. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)