146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[11:12]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Frú forseti. Ég held að allir séu fullkomlega meðvitaðir um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða. Það er hagræðing. Hagræðing skiptir mestu máli, en hvernig væri að hvetja fólk til náms frekar en að hagræða í menntakerfinu? Fjársvelti hefur svo sannarlega þann tilgang að einkavæða. Í staðinn fyrir að einkavæða skólann vegna þess að það eru of fáir nemendur, hvernig væri að leggja áherslu á að komast að því hvers vegna það eru of fáir nemendur og reyna að finna lausnir þar? Ef það er hagræðing í því að sem fæstir mennti sig á Íslandi — er það langtímahagræðing eða skammtímahagræðing? Viljum við ekki hafa menntað fólk í þessu landi? Eða á bara að einkavæða allt og gera þetta þannig að bara þeir efnuðu hafi efni á að mennta sig og hinir geti bara haldið áfram að þræla fyrir engan pening? Hvers konar samfélagi viljum við búa í og hvers vegna fer þessi umræða ekki fram á heiðarlegan hátt þannig að almenningur (Forseti hringir.) hafi þar rödd og geti sagt Sjálfstæðisflokknum hvað það er í raun og veru sem við viljum sjá í þessu landi?