146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

ójöfnuður í samfélaginu.

[11:52]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Hv. þingmaður ræðir um húsnæðismálin. Það er ánægjulegt að fá að tala um þau. Ríkisstjórnin hefur lagt þar til 1,5 milljarða, til viðbótar við það sem samþykkt var í fjárlögum við uppbyggingu íbúða með ASÍ. Við höfum viljað stuðla að auknu lóðaframboði og höfum við viljað bæta ástandið þar með ýmsum ráðum sem hæstv. félagsmálaráðherra hefur kynnt. (Gripið fram í.)

En ég vil hins vegar benda hv. þingmanni á að þessum lögum var breytt áður en núverandi hæstv. ríkisstjórn tók til starfa. Það var í fjárlagafrumvarpi sem var samþykkt hér í desember.