146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

verklag við fjámálaáætlun.

[12:00]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég kem upp undir liðnum fundarstjórn forseta til að ræða fjármálaáætlun og umsagnir um hana. Mér hefur borist til eyrna að mismunandi verklag sé viðhaft innan nefnda og að upplýsingagjöf til þingmanna frá nefndasviði um hvenær og hvernig eigi að skila umsögnum sé mismunandi. Ég brýni því virðulegan forseta að koma einhverju samræmi þar á. Það gengur ekki að ein nefnd fái þau skilaboð að hún eigi að skila á föstudagskvöldi meðan önnur nefnd fær þau skilaboð að hún þurfi ekki að skila fyrr en á mánudegi. Það sama á við um formið og því um líkt. Þetta er mjög óþægilegt og veldur því að við hv. þingmenn eru ekki alveg jafn örugg í okkar starfi. Ég brýni því forseta í þessum efnum, að þetta verði lagað hið fyrsta svo við getum alla vega verið með samræmdar umsagnir að forminu til (Forseti hringir.) sem og þegar kemur að því hvenær á að skila þeim.