146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

utanríkis- og alþjóðamál.

480. mál
[17:38]
Horfa

Gunnar Hrafn Jónsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og svörin sem koma á eftir í samantektinni, sem verður heilmikið ritverk, geri ég ráð fyrir. Þetta var löng ræða og það er voðalega lítið sem ég vil bæta við. Ég vil rétt minnast á þrætuepli til lengri tíma sem er sú þróunarsamvinna sem við erum í og snýst um jarðvarma. Henni er lýst í skýrslunni sem endurnýjanlegri eða sjálfbærri, minnir mig, sem stenst ekki alveg skoðun í ljósi þess sem við vitum um hversu lengi slíkar borholur nýtast. En það er algert aukaatriði.