146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

varamenn taka þingsæti.

[13:31]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hefur bréf frá Steinunni Þóru Árnadóttur, 6. þm. Reykv. n., þar sem fram kemur að hún geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Mánudaginn 8. maí tók því sæti á Alþingi 3. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Álfheiður Ingadóttir.

Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa að nýju.

Borist hefur bréf frá Smára McCarthy, 4. þm. Suðurk., þar sem fram kemur að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Mánudaginn 8. maí tók því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Pírata í kjördæminu, Oktavía Hrund Jónsdóttir.

Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa að nýju.

Borist hefur bréf frá Hönnu Katrínu Friðriksson, 5. þm. Reykv. s., þar sem fram kemur að hún geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Mánudaginn 8. maí tók því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Viðreisnar í kjördæminu, Dóra Sif Tynes.

Kjörbréf hennar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt, en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Dóra Sif Tynes, 5. þm. Reykv. s., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]