146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

beiðni um að þingmenn dragi mál til baka.

[13:46]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Þá er líklega komin sæmileg lending í þessu máli. Það er þá ekki verið að skapa hættulegt fordæmi, sem minni hlutinn sá skiljanlega fyrir sér að væri mögulega verið að búa til, þ.e. að ráðherra skipaði einhverja nefnd um eitthvert málefni, það mál væri ekki í þinglegri meðferð eins og mál sem þingmenn með sitt löggjafarvald leggja fram og ræða í þingnefndum. Þá hljómar það þannig hjá hv. formanni atvinnuveganefndar og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að það hafi ekki verið tilgangurinn. Þá búumst við náttúrlega við að málin um fiskveiðistjórnarkerfið sem koma frá minni hlutanum í atvinnuveganefnd fái framgöngu hjá formanni nefndarinnar, að þeim verði hleypt á dagskrá og í umræðu. Og allir sáttir.