146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

217. mál
[15:57]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Já, það er rétt að það leikur vafi á hvort þetta mál stangist í reynd á við stjórnarskrá eður ei. Við Píratar styðjum þetta mál í grunninn. Það er kannski góð áminning núna þar sem við erum flestöll í salnum að benda á að kannski er kominn tími til að búa til nýja stjórnarskrá, enda er alveg óþolandi að við séum búin að eiga í sömu umræðunni frá 1992 eða 1993, þegar ég var tveggja, þriggja ára, um hvort EES-samningurinn brjóti stjórnarskrána eður ei. Því verða Píratar ýmist á gulu eða rauðu eftir sannfæringu sinni.