146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

endurskoðendur.

312. mál
[16:01]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S):

Herra forseti. Ég veit ekki hversu spennandi það mál er sem ég mæli fyrir, nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar á þskj. 670, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurskoðendur.

Efnislega er málið tiltölulega einfalt. Lagt er til að árlegt gjald sem endurskoðendur þurfa að greiða í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við endurskoðendaráð hækki úr 50.000 kr. í 80.000 kr. enda ljóst að núverandi gjald dugar ekki fyrir kostnaði.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Undir nefndarálitið skrifa sá sem hér stendur, Óli Björn Kárason, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Brynjar Níelsson, Lilja Alfreðsdóttir, Ómar Ásbjörn Óskarsson, Smári McCarthy, Orri Páll Jóhannsson, með fyrirvara, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, með fyrirvara, en fyrirvari þeirra er um fjárhæð gjaldsins, og síðan Vilhjálmur Bjarnason sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið samkvæmt heimild í 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.