146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

landgræðsla.

406. mál
[16:43]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að þessa viðbót inn í t.d. landgræðslu og skógrækt er ekki að finna í ríkisfjármálaáætlun, enda er hugmynd mín að t.d. stóriðjan eða flugið komi að og borgi eða bæti í, geri eitthvað aukalega eins og ég hef sagt. Þó að þau standi skil á sinni losun annars staðar er losun þeirra á Íslandi okkar mál líka. Þessar hugmyndir er ekki að finna í ríkisfjármálaáætlun enda væri kannski óvarlegt að gera það vegna þess að þetta eru ekki peningar í hendi, þeir eru það ekki. Það er kannski ekki skrýtið að þess sjái engan stað þar. Þetta er nokkuð sem ég hef fullan hug á að vinna. Ég hef fengið ágætar undirtektir en auðvitað bara kastað þessu fram. Þessi liður verður að vera partur af stóra planinu, aðgerðaáætluninni, áætlun um að hefjast handa strax í næstu viku. En þetta á eftir að útfærast, það er rétt.