146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

skipulag haf- og strandsvæða.

408. mál
[18:05]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er tekið fram í frumvarpinu sjálfu að þarna sé verið að skilgreina strandsvæði frá stórstraumsfjöru og 30 metra upp í land. Sveitarfélög hafa skipulagsvald innan netlaga, þ.e. 115 m frá meðalstórstraumsfjöru. Þannig að það er vissulega verið að breyta einhverju. En það sem ég hef aðallega áhyggjur af er í 5. gr., þ.e. allt þetta neitunarvald sem ríkisbatteríið hefur en sveitarfélögin ekki. Annaðhvort þarf neitunarvaldið að vera bæði sveitarfélagamegin og ríkismegin ellegar ekkert neitunarvald og meiri hluti. Mér fannst gæta heldur mikils valdaójafnvægis og hafði áhyggjur.