146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

skipulag haf- og strandsvæða.

408. mál
[18:06]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða nýtt skipulag á svæðum utan netlaga, svo að það sé alveg skýrt, og svo á haf út. Svo stuttlega út af þessum valdmörkum, eða hver hefur valdið, langar mig líka að minna hæstv. þingmenn á að þeir eru kjörnir fulltrúar síns svæðis og gætu þess vegna verið ráðherrar málaflokksins að fást við þetta skipulag.