146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

505. mál
[18:53]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að þetta á við um þá sem hafa átt eignirnar frá upphafi, í raun og veru þá sem voru í viðskiptum við Ísland fyrir hrun. Þetta eru sem sagt ekki svonefndir hrægammar sem hafa keypt kröfur upp eftir á. Það er mat Seðlabankans að þetta geti verið allmargir aðilar en séu með smáar fjárhæðir. Eins og ég sagði í framsöguræðu minni getur þetta numið einhverjum hundruðum milljóna króna, í sjálfu sér vel innan við 1% af heildarfjárhæðinni sem þessar aflandskrónur nema. En ekki er talið að þetta hafi áhrif á aðra en þennan ákveðna hóp.