146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

505. mál
[18:56]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð nú að játa að auðvitað veit ég ekki hver eftirspurnin verður. Mér dettur í hug að hún hafi kannski verið lítil við þessa milljón króna úttekt því að það hafi ekki hentað mörgum. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið frá Seðlabankanum geta þetta verið þó nokkrir aðilar þannig að það fækki talsvert í hópnum við þessa breytingu, ef farið er upp í 100 milljónir kr. En ekki að þetta séu verulegar fjárhæðir. Það eru nokkrir aðilar, eins og við höfum farið yfir, á fyrri stigum sem eru með obbann af þessum fjárhæðum.

Varðandi frekari skref hefur ekkert verið ákveðið um þau. Það þarf að taka út stöðuna miðað við þessa niðurstöðu úr útboðinu sem efnt hefur verið til. Þá munum við bara fara betur yfir það.