146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:56]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég tel rétt að upplýsa að þannig er málum háttað að hæstv. félagsmálaráðherra er í útlöndum. Í fjarveru hans gegnir hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra störfum hans. Þannig er hennar dagskrá í dag að hún kemst ekki í hús fyrr en eftir um það bil hálftíma. Hún var búin að upplýsa starfsmenn þingsins um þetta fyrr í dag. (Gripið fram í: Nú?)(Gripið fram í: Hvenær?)(Gripið fram í.) Mér er ókunnugt um nákvæmlega klukkan hvað það var en það var að minnsta kosti fyrr í dag. En ráðherrann mun koma í hús um það bil 20.30, þ.e. von bráðar. (Gripið fram í.)