146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[22:29]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hv. þm. Álfheiði Ingadóttur fyrir ítarlega og vandaða yfirferð, og öðrum þeim hv. þingmönnum sem hafa komið að málum hér í dag. Það er augljóst að það er mikil þekking og reynsla sem menn hafa af þessum málefnum. Þetta hefur verið talsvert mikið í umræðunni undanfarna mánuði og misseri og jafnvel ár. Ég fyrir mitt leyti styð þá tillögu sem fram er komin, þingsályktunartillögu sem fram er komin af hálfu Vinstri grænna, um starfshóp um keðjuábyrgð. Mér finnst það skynsamleg tillaga að nota sumarið jafnvel til að ganga betur frá þessu frumvarpi, en að við gætum ef okkur er full alvara samþykkt þá þingsályktunartillögu sem hér liggur fyrir.