146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[22:44]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr hv. þm. Loga Einarsson hvort hann telji frumvarpið ganga nægilega langt í vernd erlends vinnuafls á Íslandi. Nú hef ég heyrt mýmörg dæmi þess að menn finni leiðir, meðal annars tíð mannaskipti, til að einangra erlenda ríkisborgara frá stéttarfélögum og beiti þekkingarleysi þessara einstaklinga til að snuða þá eða notist við beinar hótanir. Telur þingmaðurinn þetta frumvarp nægilega víðtækt? Ætti það að taka til stærra mengis erlends vinnuafls?