146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[22:46]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hugnast hv. þingmanni aðferðafræðin við keðjuábyrgð? Sér hann til dæmis sóknarfæri þar sem hægt væri að beita þessari aðferðafræði við að takast á við annars konar brot undirverktaka, til dæmis kennitöluflakk? Það er annar veigamikill þáttur þar sem samkeppnishæfni fyrirtækja er rýrð með undanskotum á fjármunum. Bæði vandamálin leiða til þess forskots að menn geta boðið lægra verð í útboðum á vinnu.